Skapandi skemmtun

Ævintýralandið er þroskandi leikur fyrir börn á aldrinum 3-12 ára og foreldra þeirra. Fyrir utan að skapa vettvang fyrir börn og foreldra að eiga saman notalega stund með sögum og gleði, þjálfast börnin í að tjá sig, setja sig í spor annarra og virkja skapandi hugsun til að leysa verkefni. Foreldrar hafa ekki síður gott og gaman af að leika Ævintýralandið með börnum sínum. það er okkur öllum hollt að upplifa hugmyndaflug og einlægni barna sem kemur svo oft á óvart.

Hér má sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Ævintýralandið.

Hér má sjá Ólaf Stefánsson tala um Ævintýralandið í Kastljósi.

Fyrir nokkrum vikum spilaði Ólafur Ævintýralandið með nokkrum krökkum og var spilatörnin öll kvikmynduð. Nú hefur sérlegur kvikmyndatökumaður Pælingar, Guðmundur Bergkvist, með hjálp hljóðmannsins Jóns Halls Haraldssonar, sett saman nokkur stutt og stórskemmtileg myndskeið sem sýna vel þá undraveröld börn og foreldrar eiga saman í Ævintýralandinu. Hér til hægri eru tenglar á fyrstu myndskeiðin en von er á fleirum á næstu vikum.



Spilun - Óli leikur ljónið Berg bónda




HEIMSÆKTU OKKUR