Ævintýri
Náttúrulögmálin eru aðeins til leiðbeiningar.
Leyfðu ómögulegum hlutum að gerast!
Hið stórkostlega venjulega
Venjuleg tilvera er mikið ævintýri í ungum huga.
Frumkvæði
Tillögur og hvatningarorð fá söguhetjur til að taka frumkvæðið.
Spurt og svarað
Hvert er markmið spilsins?
Markmiðið er að allir skemmti sér og njóti leiksins. Einni sögu lýkur þegar söguhetjurnar hafa leyst verkefnið og fengið sögukrónur að launum.
Þurfa spjöldin þrjú, sem dregin eru við sköpun söguhetjanna, að vera hvert úr sínum stokki?
Nei, þau þurfa þess ekki. Engu máli skiptir hvort dregin eru þrjú spjöld úr einum stokki, eitt úr hverjum eða einhver önnur samsetning.
Ef fleiri en ein söguhetja reyna á hæfileikana í einu, hver gerir þá skæri-blað-steinn fyrst?
Allir reyna skæri-blað-steinn á sama tíma á móti sögumanninum.
Þarf maður að gera alveg eins og stendur á söguspjaldinu?
Nei, það er ekki nauðsynlegt, notið það sem ramma utan um ævintýrið.
Hvernig er verslað í bænum?
Sögumaðurinn dregur félaga, sem er afgreiðslumaðurinn í búðinni, og leikur hann. Svo dregur hann t.d. þrjú spjöld úr viðkomandi bunka og það er úrvalið í búðinni. Það má prútta.
Hvað geri ég ef ég dreg sögu um ís og snjó en söguhetjurnar eru ekki á landi þar sem snjór er?
Auðvitað máttu draga nýtt spjald en það er vel hægt að láta söguna gerast í hvaða landi sem er ef þú lýsir því að snjór liggi yfir öllu. Söguhetjunum finnst það yfirleitt ekkert skrítið.
Á söguspjaldinu er aðalpersónan Ella gamla en ég dró sjómann úr félagabunkanum, hvað geri ég þá?
Annað hvort geturðu lagt áherslu á starfsgreinina, þ.e. sagt frá því að Ella gamla hafi unnið á sjó, eða dregið nýtt félagaspjald.
Geta söguhetjurnar átt hlutina áfram og notað þá næst þegar spilað er?
Já, þær geta notað hlutina aftur. Þegar hætt er að spila getur verið gott að skrifa, t.d. aftan á söguhetjublaðið, hvaða hluti, félaga, verkfæri og furðuhluti sú söguhetja á. Svo er hægt að ganga frá öllum spjöldunum í kassann en auðvelt að finna hlutina aftur áður en spilað er næst.
Þarf maður að skálda sjálfur?
Í rauninni er nóg að lesa skáletrið upp af spjaldinu og breyta röddinni þegar þú lest fyrir félagann, en allur auka spuni gerir leikinn skemmtilegri.
Þarf að lita söguhetjuna?
Við mælum sterklega með því. Söguhetjurnar lifa sinn enn betur inn í ævintýrið þegar þær eru búnar að fá tíma til að lita hetjuna sína. Auk þess gefur það sögumanninum tíma til að lesa leiðbeiningarnar til enda.